Um mig - Akashicheilun
Um mig

Stella - Akashicheilun

Ég heiti Stella og er heilunarmeistari, sjúkraliði og endalaust lánsöm mamma, systir, dóttir, frænka og vinkona. Fædd á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, í mars árið 1975 og er uppalin á Vatnsnesi, Húnaþingi Vestra. Ég var bóndi í yfir 20 ár í Víðidalnum (eða sólardalnum eins og hann kallast oft). Bjó þar næst nokkur ár í Reykjavík en ákvað síðan að flytja til Bergen, Noregi. Þar líður mér mjög vel og Bergen er mitt annað heim (Ísland verður samt alltaf nr. 1). Í Bergen starfa ég sem sjúkraliði á fallegu hjúkrunarheimili. Ég hef alltaf verið mjög opin og næm, með mikla og sterka andlega skynjun. Þessi næmleiki liggur í minni ætt langt aftur og margir eru næmir á einn eða annan hátt. Í mínu tilviki er það í beinan kvenlegg. Ég var til dæmis 12 ára þegar ég erfði spáspil eftir móðurömmu mína (og á ég þessi spil ennþá). Ég hef lært Usui reiki, angelic reiki (englaheilun) og dreka- og einhyrningaheilun. Einnig hef ég lært að lesa í Akashic skrárnar (alheimsskrár sálarinnar). Þar fyrir utan hef ég lært að leggja og lesa í tarot spil og tók á sínum tíma námskeið í talnaspeki. Hef þýtt nokkra bæklinga með Oracle spáspilum og eru fleiri bæklingar í vinnslu. Ég hef af og til í gegnum árin verið í bænahringjum og þróunarhringjum, ásamt því að hafa sótt ýmsa fyrirlestra, námskeið, hópavinnu, fróðleik og samskipti við aðra andlega einstaklinga.
Með kærleika og vinsemd. Hlakka til að heyra frá þér. Stella