Akashic skrárnar - Akashicheilun
Akashic skrárnar

Hverjar eru Akashic skrárnar, nákvæmlega?

Orðið „akashic“ kemur úr sanskrít „Akasha,“ sem þýðir “hin alhliða frumorka”. Akashic skrárnar eru hins vegar ekki bara um hina fornu Suður-Asísku þjóð. Fólk um allan heim hefur lengi vitað að slíkar ítarlegar heimildir séu til og þær eru og hafa verið kallaðar ýmsum öðrum nöfnum, þar á meðal „Bók lífsins“ í Biblíunni. Akashic skráin þín, eða sálarbókin þín, er eins og lifandi gagnagrunnur sem inniheldur ekki aðeins upplýsingar um þitt núverandi líf, eða upplýsingar um öll þau líf sem þú hefur lifað í fortíðinni og/eða hvað þú ætlar þér í framtíðinni, heldur allar aðrar tímalínur, allar leiðir sem ekki hafa verið nýttar og öll möguleg tækifæri þar á milli. Akashic skrárnar eru geymdar í eins konar (orku) bókasafni, í 5. víddinni, með upplýsingum sem innihalda allar upplýsingar um sál þína og ferðalag hennar frá upphafi. Þær spanna fyrri líf, núverandi holdgervinga og framtíðarmöguleika. Það sem þú þarft að vita núna er opinberað fyrir þér á því augnabliki, á réttum tíma til að styðja þig á þinni andlegu vegferð sem þú ert að fara nákvæmlega núna. Akashic skrárnar eru einstakar og þeirra er mjög vel gætt. Þegar skrárnar eru opnaðar fyrir einstakling þá er einbeitingin og athygli algjörlega á þeim einstakling sem opnað er fyrir, þannig að ef þú vilt fræðast um einhvern annan þarftu fyrst að biðja um samþykki viðkomandi til að fá að fara í skrárnar þeirra. Allt sem þú lærir um einhvern annan verður í gegnum skynjun á þinni skrá eða túlkun þinni á viðkomandi. Þú færð ekki og lærir ekki um sálarleið neins annars. Ekki er hægt að “hnýsast” eða laumast í skrár ef viðkomandi hefur ekki gefið eða hefur neitað samþykki. Ef þetta er reynt án samþykkis viðkomandi munu ónákvæmar og ruglandi upplýsingar verða niðurstaðan og jafnvel engin svör.

Hvers konar upplýsingar er hægt að finna í Akashic skrárnar?

Meðan lesarinn er staddur í bókasafninu að lesa skrárnar get sá skynjað sögu, alla möguleika og hvað þarf að laga hjá viðkomandi sál sem verið er að lesa um. Eftir lesturinn mun síðan sál þess sem verið er að lesa fyrir enduróma á hærri tíðni og verður meðvituð um möguleika sína. Ansi mörg okkar eru með einhverskonar stíflur,lokur eða hindranir (gætum hugsanlega líka kallað það gardínur eða hlera) sem gefa okkur ekki fulla yfirsýn yfir val og ákvarðanir okkar og/eða hegðun. Þessar lokur gætu hafa verið gagnlegar á einhverjum tímapunkti í lífi okkar til að dafna, líða vel eða hreinlega til að geta lifað af, en eins mikið og þeir hjálpuðu okkur á einum tímapunkti, gætu þeir verið að hindra okkur núna. Að fá lestur á Akashic skránum getur á gætilegan og kærleiksríkan hátt fjarlægt þessar lokur og stíflur og minnt þig á sannleikann þinn á þínu sálarstigi, hver þú ert í raun og veru - ekki hver þú varðst vegna þrýstings frá fólki og/eða samfélagi. Þessi tenging og upplýsingarnar sem koma í gegnum geta fært okkur ótrúlega innsýn og skilning, og er um leið frelsandi. Hægt er að skoða (og láta hreinsa og fjarlægja) hvort það séu til staðar ígræðslur, hlekkir, neikvætt hugsunarform, reiðipílur, neikvætt starfandi karma og ótal margt fleira. Við getum meðal margs annars fundið upplýsingar frá þeim tíma sem sál þín varð til, hvaðan kemur sálin þín, um fyrri líf þín, núverandi aðstæður og einnig framtíðarmöguleika. Hægt er að skoða hvaða andlegu leiðbeinendur eru að aðstoða þig og hægt er að skoða tengingar milli fólks, skoða hindranir, flækjur, stíflur og ótal margt fleira. Sá sem fær aðgang getur síðan hreinsað til í skránum það sem þarf að hreinsa. Einnig getur sá sami aðili losað um stíflur, losað hlekki, hreinsað og leiðrétt, sem síðan mun hafa jákvæð áhrif á okkar guðdómlegu sál og okkar ferðalög í gegnum lífin okkar. Einnig er hægt að sjá hvaðan sálin kemur og skoða sálnafjölskylduna. Það er hægt að skoða gullstrengin sem tengir sálina við uppsprettuna (einskonar “naflastrengur” ), hvernig er ástandið á orkustöðvunum okkar og ótrúlega margt fleira. Einnig er hægt að skoða orkuna í umhverfi, húsum, borgum og jafnvel náttúru.

Hvernig undirbýr maður sig fyrir lestur á Akashic skránum?

Það er alltaf gagnlegt að reyna að skilja hvað þú vonast til að læra af lestri skránna. Komdu að sjálfsögðu með spurningar þínar og allar pælingar, en vertu líka opin/n fyrir því að taka á móti því sem skrárnar vilja deila með þér.

Hvers konar spurninga er best að spyrja?

Fólk spyr um alla þætti lífsins - allt frá viðskiptum, starfsframa, heilsu, fjölskyldu og uppeldi, og yfir í að tala við ástvini sem hafa dáið og farið yfir (því að það er einmitt líka hægt). Það fer í raun eftir því hvar viðskiptavinurinn er staddur á sinni lífsbraut og hvaða sýn og svörum hann er að leita að. Ég hef aldrei lent í því að ég spurði eitthvað og fékk ekki djúpt, þýðingarmikið (og stundum óvænt og ófyrirsjáanlegt) svar.

Hvað get ég fundið út í Akashic Record og hvað getur lestur skránna aðstoðað mig með?

Stundum finnum við fyrir höfnun, lokun og/eða vonbrigðum í lífi okkar. Eða kannski upplifum við ítrekað sömu erfiðu aðstæðurnar án þess að skilja hvers vegna. Við gætum hafa gleymt hvers vegna við völdum fjölskyldur okkar, vini og nána samferðamenn eða hvað sálin okkar ætlaði sér að læra í þessu lífi. Ef þú til dæmis spyrð "hvernig eða hver var ég í mínu fyrra lífi", færðu mikið af upplýsingum frá Akashic skránum og það er vegna þess að úr ansi mörgum fyrri lífum er að velja úr. Þess vegna þurfa spurningar að vera hnitmiðaðar. Það er mikilvægt að muna að upplýsingarnar sem við fáum eru ekki alltaf endilega þær nákvæmu leiðbeiningar sem við bjuggumst við og þess vegna er mikilvægt að taka á móti upplýsingunum með opnu hugarfari. En þær eru samt sem áður þær upplýsingar sem við þurfum að heyra akkúrat núna, en oft gerum við okkur ekki grein fyrir því alveg strax. Ef þú ert opin/n fyrir því að hlusta á skilaboðin sem koma til þín, þó að það komi fyrir að þau eru ekki alveg alltaf í samræmi við óskir þínar og þarfir, þá getur þú fengið upplýsingar um sambönd, heilsu þína, sálarleið þína og margt annað sem hugsast getur. Auk alls þessa færðu dýpri skilning með því að vita um aðstæður þínar, og tækifærin til að þroskast áfram í lífi þínu. Akashic skrárnar hjálpa þér að læra, að skilja og heila tilfinningalegan sársauka. Og þannig getur sálin losað sig við marga hlekki, skugga, strengi og annað slíkt sem heldur aftur af henni og haldið áfram að þroskast og þannig færst nær næstu orkuvídd í þroska. Lestur á Akashic skránum getur aðstoðað þig í þinni sálarheilunarferð á nokkra vegu. Það getur meðal margs annars hjálpa þér að: